Kristín Arnardóttir sérkennari á að baki langan starfsferil í leikskóla, sérskóla og almennum grunnskólum. Hún hefur starfað með börnum sem eru að hefja nám í grunnskóla. Kristín leggur áherslu á að áhugi barna á að læra sé virkjaður um leið og hann vaknar og að bæði foreldrar og fagfólk leggi þar hönd á plóg.
Kristín Arnardóttir býður leik- og grunnskólum upp á kynningarfyrirlestra og námskeið sem varða nám barna á mörkum leik- og grunnskóla og lestrarkennslu. Panta má ráðgjöf Kristínar, greiningu á lesblindu og aðstoð við nám í netfanginu kriarn@gmail.com
Námsefni eftir Kristínu
Lestrarnámskeið á minnislykli til notkunar í grunnskólum.
Verkefnabankinn á minnislykli til útprentunar fyrir grunnskóla. Fjöldi léttra lestrarbóka og sautján vinnubækur sem efla orðaforða, lesskilning og ritun orða. Einkum ætlað sérkennslu og fyrir tvítyngda.