Höfundur námsefnisins Lærum saman, Kristín Arnardóttir, er sérkennari og á að baki langan starfsferil í leikskóla, sérskóla og almennum grunnskólum. Undanfarin ár hefur hún einkum starfað með börnum sem eru að hefja nám í grunnskóla. Kristín leggur áherslu á að áhugi barna á að læra sé virkjaður um leið og hann vaknar og að bæði foreldrar og fagfólk leggi þar hönd á plóg.

Kristín Arnardóttir býður leik- og grunnskólum upp á kynningarfyrirlestra og námskeið er varða nám barna á mörkum leik- og grunnskóla og lestrarkennslu.

Útgefið námsefni eftir Kristínu: Lærum saman, Ég get lesið og Tölur og stærðir í leik og starfi. Lestrarnámskeið til notkunar í grunnskólum, útgefið á minnislykli. Allt námsefni Kristínar er hægt að panta á síðunni steinn.is.