Lærum að lesa
Fyrsta bókin af fjórum sem fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára.
Sigga er byrjuð í skóla og tvíburarnir Ása og Þórir eru í elstu deild í leikskólanum. Amma kemur og dvelur hjá þeim í nokkrar vikur á meðan pabbi og mamma fara í langt ferðalag. Með ömmu kemur hundurinn Kolur inn á heimilið börnunum til óblandinnar ánægju.
Amma finnur upp á alls kyns leikjum, spilum og æfingum sem létta Siggu lestrarnámið og undirbúa yngri börnin undir skólagönguna.
Allar sögur í bókinni eru til sem myndskreyttar hljóðbækur sem skoða má í snjalltækjum, tölvu og með skjávarpa.
Höfundur: Kristín Arnardóttir.
Brimrún Birta Friðþjófsdóttir myndskreytti.
74 blaðsíðna bók / myndskreytt hljóðbók fylgir þegar keypt er askja með öllu námsefninu Lærum saman.
Verð kr. 2.840,-

Lærum að skrifa
Önnur bókin af fórum um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára.
Amma og Kolur eru farin heim og mamma og pabbi tekin við heimilishaldinu á ný eftir langt ferðalag. Krakkarnir sakna þess að hafa dýr á heimilinu. Þau eru alsæl þegar falleg kisa kemur í heimsókn og sofnar á miðju eldhúsborðinu.
Sigga er byrjuð að læra að skrifa og yngri börnin eru óþolinmóð að fá að æfa sig eins og hún. Pabbi og mamma finna upp á alls kyns leikjum og æfingum sem styrkja hendurnar og bæta gripið um skriffæri.
Allar sögur í bókinni eru til sem myndskreyttar hljóðbækur sem skoða má í snjalltækjum, tölvu og með skjávarpa.
Höfundur: Kristín Arnardóttir.
Brimrún Birta Friðþjófsdóttir myndskreytti.
39 blaðsíðna bók / myndskreytt hljóðbók fylgir þegar keypt er askja með öllu námsefninu Lærum saman.
Verð kr. 2.840,-

Lærum um tölur
Þriðja bókin af fjórum sem fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára.
Jólin nálgast og nú þarf að baka smákökur og kaupa jólatré. Krakkarnir ætla að kaupa jólagjafir en eiga í mesta basli með að telja saman smápeningana úr baukunum sínum.
Pabbi stingur upp á að þau æfi sig í að telja og að skilja tölurnar betur. Hann dregur upp gamalt slönguspil og finnur upp á ýmsum leikjum þar sem þau telja alls kyns smáhluti og skoða tölustafina.
Þórir fylgist með Siggu reikna dæmi í heimanáminu og vill ólmur læra það líka.
Mamma býr til sniðuga reiknivél og innan skamms er hann farinn að kenna vini sínum samlagningu.
Allar sögur í bókinni eru til sem myndskreyttar hljóðbækur sem skoða má í snjalltækjum, tölvu og með skjávarpa.
Höfundur: Kristín Arnardóttir.
Brimrún Birta Friðþjófsdóttir myndskreytti.
61 blaðsíðna bók / myndskreytt hljóðbók fylgir þegar keypt er askja með öllu námsefninu Lærum saman.
Verð kr. 2.840,-

Lærum að vera sjálfbjarga
Fjórða bókin sem fjallar um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára.
Sumarið er komið og fjölskyldan fer til Dalvíkur að heimsækja afa og ömmu og síðast enn ekki síst hundinn Kol. Nú styttist í að Ása og Þórir byrji í skóla. Pabbi og mamma ákveða að hætta að hjálpa þeim við alla hluti. Þau eiga að verða sjálfbjarga segir mamma.
Til að byrja með gengur þeim hálf brösulega að muna eftir sundfötunum sínum og að brytja sjálf matinn sinn. Afi býður þeim í siglingu og þar kemur í ljós að þau geta alveg bjargað sér sjálf.
Leiðin liggur á ættarmót þar sem þau kynnast nýgotinni tík með fjóra fallega hvolpa.
Síðsumars kemur frændi þeirra úr sveitinni í heimsókn og færir þeim gjöf sem vekur óblandna ánægju.
Allar sögur í bókinni eru til sem myndskreyttar hljóðbækur sem skoða má í snjalltækjum, tölvu og með skjávarpa.
Höfundur: Kristín Arnardóttir.
Brimrún Birta Friðþjófsdóttir myndskreytti.
41 blaðsíðna bók / myndskreytt hljóðbók fylgir þegar keypt er askja með öllu námsefninu Lærum saman.
Verð kr. 2.840,-

Verkefnabók
Verkefnabókin og sögubækurnar mynda eina heild. Börnin í sögunum fást við svipuð verkefni og er að finna í verkefnabókinni.
Verkefnabókin hefur að geyma fjölbreyttar æfingar og fylgigögn; föndur, leiki og spil fyrir barnið að spreyta sig á með aðstoð fullorðins. Viðfangsefnin eru m.a. klippa, líma, lita, tengja, föndra, skrifa, spora, teikna, telja, reikna, leira, perla, þræða, sauma ofl.
Í verkefnabókinni eru lestrardrekar- og lestrarstrimlar, stafahús- og stafabangsar. Einnig hundraðstafla, búðarleikur, krónuspil, slönguspil og fleiri borðspil. Samlagning með talnalínu og margt fleira skemmtilegt.
Ætlunin er að sögurnar séu lesnar fyrir börn og kveikja áhuga þeirra á að spreyta sig á verkefnunum. Sérstakar æfingar og leikir tengjast hverri lestrarbók fyrir sig. Flest verkefnin í verkefnabókinni eru þannig úr garði gerð að barnið þarf einhverja aðstoð við þau. Námsefnið Lærum saman nýtist jafnt á heimili sem í skóla. Það ætti að koma að góðum notum í starfi með elstu árgöngum í leikskóla og yngstu árgöngum í grunnskóla. Unnt er að kaupa verkefnabækur einar og sér. Nauðsynlegt er þó að askjan með öllum gögnunum sé til staðar þar sem námsefnið er notað.
Höfundur: Kristín Arnardóttir.
Brimrún Birta Friðþjófsdóttir myndskreytti.
129 blaðsíðna gormuð bók.
Verð kr. 2.000,-
Verulegur magnafsláttur. Leitið upplýsinga.
